Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar 23. apríl 2012 06:00 Í Síldarminjasafninu á Siglufirði er líkneskið í öndvegi og meðal margra merkilegra safngripa. Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Erlendur segir að það hafi reynst honum lítil fyrirhöfn að finna skipið þar sem það liggur í Hvanneyrarkróki, en hann hafði áður undirbúið sig vel og staðsett skipið út frá skriflegum heimildum. „Skipið er illa farið eins og von er en þó eru hlutar þess heillegri en ég átti von á. Nú þarf að hreinsa frá því og mynda flakið þar sem það liggur, og vita hvort einhverjir munir eru þarna ennþá,“ segir Erlendur en í samvinnu við Síldarminjasafnið á staðnum hefur hann grafist fyrir um staðsetningu skipsins undanfarin ár. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, þekkir sögu Tordenskjold vel. Skipið var rúmlega fimmtíu metrar að breidd; það var 1.453 tonn og bar upphaflega 44 fallbyssur. Skipið var hið glæsilegasta og var um tíma eitt af flaggskipum danska flotans. Örlygur segir að þrátt fyrir glæsileika sinn hafi skipið þjónað frekar stutt sem herskip og var það nýtt til að leggja sæstrengi við Kína og Singapúr. Ævi sína endaði skipið á Íslandi en skrokkurinn var dreginn yfir hafið til Siglufjarðar eftir aldamótin 1900. „Skrokkurinn var notaður sem birgðageymsla úti á firðinum, aðallega undir grútartunnur - svo gamli Tordenskjold var þá rúinn fyrri myndugleika og virðingu,“ segir Örlygur. Örlygur segir að í lok fjórða áratugarins hafi verið ákveðið að nota skipsskrokkinn sem bryggjuhaus fyrir söltunarstöð hins danska síldarspekúlants Sörens Goos, sem hóf umsvif á Siglufirði 1908. „Þau áform runnu út í sandinn og skipið brotnaði í vetrarveðrum og það hefur ekki komið fyrir sjónir manna fyrr en á laugardaginn.“ Á Síldarsafninu stendur stafnlíkneski Tordenskjold sem var tekið af skipinu áður en því var sökkt. „Líkneskinu fylgir mikil saga en það var geymt á myrku lofti síldarverksmiðjunnar Gránu um árabil. Það vita allir krakkar sem hér hafa alist upp og eiga sögur af „draugnum á loftinu“, sem eru margar og litríkar,“ segir Örlygur. Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara frá Fornleifanefnd ríkisins til að skoða skipsleifarnar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira