Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót 12. apríl 2012 10:00 fréttablaðið/valli Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira