Óverðtryggðu lánin hækka 11. apríl 2012 07:00 Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira