Vilja völl til að byggja upp rugby-íþróttina 26. mars 2012 03:00 Kristinn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland, telur þetta svæði við Suðurlandsbraut eitt af mörgum sem gætu hentað vel fyrir rugby-völl og aðstöðu. fréttablaðið/stefán „Við erum ekki að biðja um peninga heldur einungis svæði til að vinna með. Það er algjört lykilatriði að fá slíku svæði úthlutað, því þá skapast möguleiki til að sækja um styrki til Alþjóða rugbysambandsins, Rugbysambands Evrópu og víðar. Við fáum ekki styrki til að byggja upp aðstöðu ef við höfum ekki svæði til að byggja aðstöðu á,“ segir Kristinn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að byggja upp rugby-íþróttina á Íslandi með ýmsum hætti. Samtökin hafa meðal annars á stefnuskránni að kynna íþróttina í skólum og íþróttafélögum, auk þess að styðja við íslensk rugby-lið og halda mót. Rugby Ísland hefur farið þess á leit við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) að samtökunum verði fundið landsvæði þar sem mögulegt verði að byggja rugby-völl og þjónustusvæði umhverfis hann. Um fimmtíu manns eru skráðir og virkir þátttakendur í íþróttinni hér á landi í tveimur félögum, Rugbyfélagi Reykjavíkur og Rugbyfélagi Kópavogs. Æfingar á íþróttinni hérlendis má rekja til ársins 2009 og hingað til hafa iðkendur æft og keppt á knattspyrnusvæði Vals að Hlíðarenda. Í desember síðastliðnum var umsókn Rugby Íslands um reynsluaðild að Rugbysambandi Evrópu samþykkt og segir Kristinn Þór næsta skref að taka þátt í mótum á þeirra vegum. Í þeirri viðleitni sé lykilatriði að búa yfir löglegum heimavelli til að taka á móti erlendum liðum. „Við höfum kannað málið og sjáum mörg svæði í borginni sem nýta mætti undir slíka aðstöðu, til að mynda í Gufunesi, Mjóddinni og við Suðurlandsbraut. Við höfum fundað með forsvarsmönnum ÍTR og viðtökurnar voru góðar við erindi okkar. Við munum funda aftur fljótlega og vonandi fara þessi mál þá á skrið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að Ísland komi ekki til með að keppa á Evrópumóti í ár, en ef úrlausnir fáist með svæði fyrir heimavöll kæmi vel til greina að skrá sig til leiks á næsta ári. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
„Við erum ekki að biðja um peninga heldur einungis svæði til að vinna með. Það er algjört lykilatriði að fá slíku svæði úthlutað, því þá skapast möguleiki til að sækja um styrki til Alþjóða rugbysambandsins, Rugbysambands Evrópu og víðar. Við fáum ekki styrki til að byggja upp aðstöðu ef við höfum ekki svæði til að byggja aðstöðu á,“ segir Kristinn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að byggja upp rugby-íþróttina á Íslandi með ýmsum hætti. Samtökin hafa meðal annars á stefnuskránni að kynna íþróttina í skólum og íþróttafélögum, auk þess að styðja við íslensk rugby-lið og halda mót. Rugby Ísland hefur farið þess á leit við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) að samtökunum verði fundið landsvæði þar sem mögulegt verði að byggja rugby-völl og þjónustusvæði umhverfis hann. Um fimmtíu manns eru skráðir og virkir þátttakendur í íþróttinni hér á landi í tveimur félögum, Rugbyfélagi Reykjavíkur og Rugbyfélagi Kópavogs. Æfingar á íþróttinni hérlendis má rekja til ársins 2009 og hingað til hafa iðkendur æft og keppt á knattspyrnusvæði Vals að Hlíðarenda. Í desember síðastliðnum var umsókn Rugby Íslands um reynsluaðild að Rugbysambandi Evrópu samþykkt og segir Kristinn Þór næsta skref að taka þátt í mótum á þeirra vegum. Í þeirri viðleitni sé lykilatriði að búa yfir löglegum heimavelli til að taka á móti erlendum liðum. „Við höfum kannað málið og sjáum mörg svæði í borginni sem nýta mætti undir slíka aðstöðu, til að mynda í Gufunesi, Mjóddinni og við Suðurlandsbraut. Við höfum fundað með forsvarsmönnum ÍTR og viðtökurnar voru góðar við erindi okkar. Við munum funda aftur fljótlega og vonandi fara þessi mál þá á skrið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að Ísland komi ekki til með að keppa á Evrópumóti í ár, en ef úrlausnir fáist með svæði fyrir heimavöll kæmi vel til greina að skrá sig til leiks á næsta ári. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira