Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós 26. janúar 2012 08:00 Krefst frávísunar Baldur krefst þess að máli hans verði vísað frá, til vara að dómur héraðsdóms verði ómerktur, til þrautarvara að hann verði sýknaður og til þrautarþrautarvara að refsingin verði milduð úr tveggja ára fangelsisdómi. Aðstandendur Baldurs sátu næst honum á fremsta bekk í gær.Fréttablaðið/gva Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira