Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring 24. mars 2012 09:00 Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira