Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili 23. mars 2012 10:00 Garðyrkja Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. Nordicphotos/Getty Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira