Gerð hefur verið sú breyting á fyrirhuguðum framkvæmdum við umferðareyjar og hringtorg á Dalvegi að lögreglan mun fá undanþágu til að beygja til vinstri þegar ekið er frá lögreglustöðinni þar við götuna.
Til stóð að loka þeirri leið fyrir allri umferð með eyju á milli akreina og beina ökutækjum norður eftir Dalvegi og að hringtorgi sem gert verður á næstu gatnamótum þar fyrir ofan. Það fyrirkomulag hefði tafið lögregluna á leið í útköll í átt að Smáratorgi segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Öryggi fólks myndi þannig skerðast í þeim tilfellum þar sem hver sekúnda skipti máli. - gar
Geta beygt út af lögreglustöð
