Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar 21. mars 2012 07:30 Frumvarp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vonast til þess að mikil sátt verði um frumvarp um hækkun bótafjárhæða á Alþingi.Fréttablaðið/gva Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj
Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira