Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns 21. mars 2012 06:30 Afhenti spítala Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn. Mynd/Utanríkisráðuneytið Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira