Innlent

„Ég er saklaus af þessu öllu saman“

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

„Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær.

„Ég mun bíða úrslita þessa máls alveg ókvíðinn. Ég er saklaus af þessum ákæruliðum öllum saman og er bjartsýnn hvað varðar niðurstöðu dómsins,“ sagði Geir. „Nú tekur dómstóllinn málið í sínar hendur, og leggur mat á hvort ég hafi framið refsiverð afbrot í mínum störfum. […] Ég treysti þessum dómstóli fullkomlega til að ráða fram úr því,“ sagði Geir.

„Ég tel að þetta ferli sem hefur átt sér stað hér í Þjóðmenningarhúsinu sé mjög lærdómsríkt. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með vitnaleiðslunum, og málflutningi sækjanda og verjanda. En ég geri ráð fyrir því að ýmsir sem stóðu að þessum ákærum og þessum réttarhöldum hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með margt af því sem hér hefur komið fram,“ sagði Geir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.