Klúbbar kæra nýjan golfvöll í Grímsnesi 16. mars 2012 06:30 Áætlað er að um 170 milljónir króna kosti að ljúka gerð vallarins á Minni-Borg sem hannaður er af Edwin Roald golfvallahönnuði. Sérkenni á vellinum verður meðal annars að í stað sands verður rauðamöl í glompum. Mynd/Edwin Roald Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn. Golfklúbbur Öndverðarness og Golfklúbbur Kiðjabergs krefjast þess að innanríkisráðuneytið ógildi ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um byggingu 18 holu golfvallar í landi Minni-Borgar. „Það virðist vera einlægur vilji sveitarstjórnar að í sveitarfélaginu verði í framtíðinni einn golfvöllur, golfvöllur sveitarfélagsins, byggður og rekinn fyrir skattfé íbúanna og sumarhúsaeigenda. Innanríkisráðuneytinu ber að koma í veg fyrir slíkt enda framkvæmdin andstæð lögum,“ segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður golfklúbbanna tveggja, í stjórnsýslukæru. Ráðuneytið hafnar kröfum klúbbanna um að það mæli fyrir um að framkvæmdum sé frestað þar til úrskurður þess liggur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarfélagsins, bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar deiliskipulag fyrir golfvöllinn var samþykkt fyrir um tíu árum. Þá var það reyndar Golfborgir ehf. sem hugðist standa að byggingu vallarins og hóf framkvæmdir. Félagið fór í þrot og sveitarfélagið keypti landið af Sparisjóðabankanum fyrir 55 milljónir króna. „Þarna hefur verið opið framkvæmdasvæði sem valdið hefur talsverðu moldroki og leiðindum. Við sjáum fyrir okkur að loka þessu en erum ekki að fara að reka golfvöll,“ segir oddvitinn og hafnar því að sveitarfélagið megi ekki koma að uppbyggingu vallarins. „Ég vissi ekki að það væru einkaleyfi á uppbyggingu golfvalla á Íslandi,“ segir Gunnar. „Sveitarfélög byggja upp íþróttavelli, knattspyrnuvelli og körfuboltavelli og væntanlega flokkast golf undir íþrótt þannig að ég átta mig nú alls ekki á þessum málflutningi.“ Grímsnes- og Grafningshreppur hefur þegar undirritað viljayfirlýsingu um leigu á golfvellinum við félag sem þar hyggst reisa og reka eitt hundrað herbergja hótel. Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, segist telja viljayfirlýsinguna yfirvarp sveitarstjórnarinnar vegna kærunnar. Sveitarstjórnin muni alla tíð koma að rekstrinum á einn og eða annan hátt. „Nú er ljóst að að fjárfesta þarf í tækjum til að slá og hirða það svæði sem tilbúið verður í vor. Má þá segja að sveitarfélagið sé komið í rekstur á svæðinu um leið og sú vinna hefst. Höfum heyrt að þeir séu nú þegar búnir að fjárfesta í einum vinnubíl og að fleiri tæki séu á leiðinni. Verða þessi tæki trúlega skráð á áhaldahús sveitarfélagsins svo kostnaður við kaup leggist ekki völlinn og rekstur við hann,“ segir Jóhann.gar@frettabladid.is Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira
Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn. Golfklúbbur Öndverðarness og Golfklúbbur Kiðjabergs krefjast þess að innanríkisráðuneytið ógildi ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um byggingu 18 holu golfvallar í landi Minni-Borgar. „Það virðist vera einlægur vilji sveitarstjórnar að í sveitarfélaginu verði í framtíðinni einn golfvöllur, golfvöllur sveitarfélagsins, byggður og rekinn fyrir skattfé íbúanna og sumarhúsaeigenda. Innanríkisráðuneytinu ber að koma í veg fyrir slíkt enda framkvæmdin andstæð lögum,“ segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður golfklúbbanna tveggja, í stjórnsýslukæru. Ráðuneytið hafnar kröfum klúbbanna um að það mæli fyrir um að framkvæmdum sé frestað þar til úrskurður þess liggur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarfélagsins, bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar deiliskipulag fyrir golfvöllinn var samþykkt fyrir um tíu árum. Þá var það reyndar Golfborgir ehf. sem hugðist standa að byggingu vallarins og hóf framkvæmdir. Félagið fór í þrot og sveitarfélagið keypti landið af Sparisjóðabankanum fyrir 55 milljónir króna. „Þarna hefur verið opið framkvæmdasvæði sem valdið hefur talsverðu moldroki og leiðindum. Við sjáum fyrir okkur að loka þessu en erum ekki að fara að reka golfvöll,“ segir oddvitinn og hafnar því að sveitarfélagið megi ekki koma að uppbyggingu vallarins. „Ég vissi ekki að það væru einkaleyfi á uppbyggingu golfvalla á Íslandi,“ segir Gunnar. „Sveitarfélög byggja upp íþróttavelli, knattspyrnuvelli og körfuboltavelli og væntanlega flokkast golf undir íþrótt þannig að ég átta mig nú alls ekki á þessum málflutningi.“ Grímsnes- og Grafningshreppur hefur þegar undirritað viljayfirlýsingu um leigu á golfvellinum við félag sem þar hyggst reisa og reka eitt hundrað herbergja hótel. Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbs Kiðjabergs, segist telja viljayfirlýsinguna yfirvarp sveitarstjórnarinnar vegna kærunnar. Sveitarstjórnin muni alla tíð koma að rekstrinum á einn og eða annan hátt. „Nú er ljóst að að fjárfesta þarf í tækjum til að slá og hirða það svæði sem tilbúið verður í vor. Má þá segja að sveitarfélagið sé komið í rekstur á svæðinu um leið og sú vinna hefst. Höfum heyrt að þeir séu nú þegar búnir að fjárfesta í einum vinnubíl og að fleiri tæki séu á leiðinni. Verða þessi tæki trúlega skráð á áhaldahús sveitarfélagsins svo kostnaður við kaup leggist ekki völlinn og rekstur við hann,“ segir Jóhann.gar@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira