Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu 14. mars 2012 11:00 Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgunina greinilega. „Það er mikil aukning í þessum málaflokki," segir hann. „Ef litið er til síðustu ára hefur verið jöfn fjölgun á milli ára, það er að segja að það er stöðugt kært meira heldur en árin á undan." Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi, tekur undir orð Björgvins og segir málunum fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan liggi bæði í því að fólk sé orðið óhræddara við að kæra, en hún telur að sama skapi að brotum geti hafa fjölgað á síðustu árum. „Það eru fleiri mál sem verið er að fara með í þennan rétta farveg og þau eru tekin fastari tökum," segir hún. „En eitthvað af þessu getur líka skrifast á fjölgun mála." Þorbjörg segir kynferðisbrotum gegn börnum greinilega hafa fjölgað í kjölfar hrunsins. Erfitt sé að fullyrða hvort þau verði alvarlegri milli ára, en á hverju ári komi upp mjög alvarleg tilvik. Hún bendir einnig á að allt sem tengist barnaníði á Netinu sé nýtilkomið. Málum vegna kynferðisbrota á Netinu fjölgi gríðarlega, þá sér í lagi þeim sem tengjast áreitni og vændi hjá börnum. Um 40 prósent mála sem koma til kasta Barnahúss enda í kæru hjá lögreglu. -sv
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira