Höfðu ekki efni á að auglýsa og notuðu því samfélagsmiðla 13. mars 2012 21:00 Arnar Knútsson er einn af þremur framleiðendum spennumyndarinnar Svartur á leik sem hefur slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Valli Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00