Telja starfslok notuð til að hækka launin 25. febrúar 2012 11:00 Guðrún Pálsdóttir Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent