Segja blóðprufu ekki henta til greiningar 25. febrúar 2012 09:00 Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent