Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum 23. febrúar 2012 06:00 Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira