Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána 22. febrúar 2012 05:45 Stjórnarskrá Til stendur að kalla stjórnlagaráð saman á ný í sumar fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.Fréttablaðið/GVA Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira