Buðu sama 7% kvótann í makríl aftur 18. febrúar 2012 06:00 María Damanki ESB og Noregur höfðu ekkert nýtt fram að færa í samningaviðræðum um makrílkvóta sem lauk í Reykjavík á fimmtudag. Heimildir blaðsins herma að Íslendingum hafi verið boðin sama hlutdeild og á síðasta fundi í Bergen sem Íslendingar svöruðu þá með gagntilboði. Þetta gengur þvert á fullyrðingar æðstu ráðamanna ESB og Noregs um að engan samningsvilja sé að finna á Íslandi og í Færeyjum. Eins og komið hefur fram í fréttum sendu María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, frá sér yfirlýsingu á fimmtudag eftir að ljóst var að fundurinn í makríldeilunni var árangurslaus. Var þar lýst vonbrigðum yfir lyktum málsins og fullyrt að Íslendingar hefðu ekki tekið þátt í samningaviðræðunum. Þær fullyrða jafnframt að Noregur og ESB hafi boðið Íslendingum og Færeyingum umtalsverða aukna hlutdeild í kvótanum í undangengnum viðræðum. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að á síðasta samningafundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram sameiginlega tillögu um 7% hlutdeild Íslands í makrílveiðunum með nokkrum aðgangi að lögsögum þeirra og að Ísland hafi lagt fram gagntillögu um 15% hlutdeild með aðgangi að lögsögum. Það sama var uppi á borðum í Reykjavík. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar og lagt sig fram við að leita lausna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir ofveiði úr stofninum. „Fullyrðingar um hið gagnstæða eru fráleitar.“ Spurður hvort hann geti staðfest að á síðasta samningafundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram fyrrnefnda tillögu um 7% hlutdeild Íslands sem svarað var með gagntillögu um 15%, segist Tómas ekki getað tjáð sig um innihald einstakra tillagna. „Hins vegar get ég staðfest að á fundinum í Bergen lögðu ESB og Noregur fram sameiginlega tillögu sem Ísland svaraði með gagntillögu. Í ljósi þess væntum við útspils frá ESB og Noregi á fundinum hér í Reykjavík en það leit því miður aldrei dagsins ljós,“ segir Tómas. Tómas segir að þegar ljóst varð að ekki tækist að brúa bilið og ná samkomulagi hér í Reykjavík um skiptingu aflaheimilda hafi Ísland lagt til að allir aðilar drægju hlutfallslega jafnt úr veiðum sínum í ár. Þannig yrðu veiðarnar í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). „Því miður voru hinir aðilarnir ekki reiðubúnir til að fallast á tillöguna.“ Makrílveiðarnar á síðasta ári voru um 930.000 tonn en ráðgjöf ICES fyrir árið 2012 er 639.000 tonn. Því gerði tillaga Íslands ráð fyrir að hver aðili um sig myndi minnka makrílveiðar sínar á þessu ári um 30%.svavar@frettabladid.isMynd/Óskar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
ESB og Noregur höfðu ekkert nýtt fram að færa í samningaviðræðum um makrílkvóta sem lauk í Reykjavík á fimmtudag. Heimildir blaðsins herma að Íslendingum hafi verið boðin sama hlutdeild og á síðasta fundi í Bergen sem Íslendingar svöruðu þá með gagntilboði. Þetta gengur þvert á fullyrðingar æðstu ráðamanna ESB og Noregs um að engan samningsvilja sé að finna á Íslandi og í Færeyjum. Eins og komið hefur fram í fréttum sendu María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, frá sér yfirlýsingu á fimmtudag eftir að ljóst var að fundurinn í makríldeilunni var árangurslaus. Var þar lýst vonbrigðum yfir lyktum málsins og fullyrt að Íslendingar hefðu ekki tekið þátt í samningaviðræðunum. Þær fullyrða jafnframt að Noregur og ESB hafi boðið Íslendingum og Færeyingum umtalsverða aukna hlutdeild í kvótanum í undangengnum viðræðum. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að á síðasta samningafundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram sameiginlega tillögu um 7% hlutdeild Íslands í makrílveiðunum með nokkrum aðgangi að lögsögum þeirra og að Ísland hafi lagt fram gagntillögu um 15% hlutdeild með aðgangi að lögsögum. Það sama var uppi á borðum í Reykjavík. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar og lagt sig fram við að leita lausna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir ofveiði úr stofninum. „Fullyrðingar um hið gagnstæða eru fráleitar.“ Spurður hvort hann geti staðfest að á síðasta samningafundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram fyrrnefnda tillögu um 7% hlutdeild Íslands sem svarað var með gagntillögu um 15%, segist Tómas ekki getað tjáð sig um innihald einstakra tillagna. „Hins vegar get ég staðfest að á fundinum í Bergen lögðu ESB og Noregur fram sameiginlega tillögu sem Ísland svaraði með gagntillögu. Í ljósi þess væntum við útspils frá ESB og Noregi á fundinum hér í Reykjavík en það leit því miður aldrei dagsins ljós,“ segir Tómas. Tómas segir að þegar ljóst varð að ekki tækist að brúa bilið og ná samkomulagi hér í Reykjavík um skiptingu aflaheimilda hafi Ísland lagt til að allir aðilar drægju hlutfallslega jafnt úr veiðum sínum í ár. Þannig yrðu veiðarnar í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). „Því miður voru hinir aðilarnir ekki reiðubúnir til að fallast á tillöguna.“ Makrílveiðarnar á síðasta ári voru um 930.000 tonn en ráðgjöf ICES fyrir árið 2012 er 639.000 tonn. Því gerði tillaga Íslands ráð fyrir að hver aðili um sig myndi minnka makrílveiðar sínar á þessu ári um 30%.svavar@frettabladid.isMynd/Óskar
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira