Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum 16. febrúar 2012 06:00 Talsmaður íbúa í Lindasmára segir vindhljóð frá hinum ókláraða og ófrágengna Norðurturni við Smáralind valda íbúum í nágrenninu miklu ónæði. Fréttablaðið/Vilhelm Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira