Innlent

Jónas H. Haralz látinn

Jónas H Haralz
Jónas H Haralz
Jónas Halldór Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri, er látinn á 93. aldursári. Hann fæddist í Reykjavík 6. október árið 1919.

Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1938. Hann nam efnaverkfræði, hagfræði, tölfræði, stjórnmálafræði og heimspeki í Stokkhólmi. Jónas starfaði meðal annars sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington og var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 1969 til 1988.

Fyrri kona Jónasar var Guðrún Erna Þorgeirsdóttir. Hún lést árið 1982. Sonur þeirra er Jónas Halldór Haralz. Síðari kona hans var Sylvía Haralz. Hún lést árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×