Innlent

Talinn ógna hagsmunum almennings

Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.
Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Fréttablaðið/anton
Héraðsdómur Suðurnesja framlengdi á föstudag gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum manni sem talinn er hafa veitt öðrum manni alvarlega áverka með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar.

Lögregla handtók manninn eftir að hafa komið á vettvang og fundið þolandann, mann um fertugt, með stungusár á kvið og síðu. Sá var í lífshættu um tíma en er á batavegi.



Sá ungi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins síðasta, en þá var það framlengt til 9. mars á grundvelli almannahagsmuna. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×