Matís þróar vinnslu og veiðar í Tansaníu 14. febrúar 2012 07:30 Myndin lýsir vel á hvaða stigi fiskveiðar Tansaníumanna eru, en í raun má segja að þeir séu á byrjunarreit samanborið við veiðar og vinnslu á Íslandi. mynd/oddur m. Gunnarsson/matís Starfsmenn Matís aðstoða íbúa við Tanganyika-vatn í Tansaníu við að nýta fiskmeti betur. Verkefnið er svar stofnunarinnar við niðurskurði í fjárveitingum. „Þetta verkefni er mikil áskorun fyrir okkur því þarna eru aðstæður allar mjög frumstæðar og ólíkar því sem við þekkjum. Við þurfum þannig að finna leiðir til að þróa fiskvinnslu út frá því sem er til staðar en getum ekki gengið að því vísu að hafa rafmagn, olíu eða aðra orkugjafa,“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís, um verkefni sem stofnunin annast við Tanganyika-vatn í Tansaníu, samkvæmt samningi við stjórnvöld þar í landi. Að sögn Odds fara starfsmenn Matís í næsta mánuði til Tansaníu. Þeir velja nokkur þorp við vatnið og leiðbeina þar íbúunum. „Mikill fjöldi fólks byggir lífsviðurværi sitt af veiði í vatninu, sem, eins og vinnslan, er með afar frumstæðum hætti. Mikið magn fiskmetis ónýtist ef það selst ekki ferskt sama dag og það er veitt. Verkefni Matís er ekki síst að þróa aðferðir til að koma upp aðstöðu til að reykja fiskinn, en það er líka reynt að þurrka fisk við mjög frumstæðar aðstæður,“ segir Oddur sem jafnframt er verkefnisstjóri Tansaníu verkefnisins. „Við munum því meðal annars aðstoða við að setja upp þurrkklefa og reykofna sem yrðu keyrðir með sólarorku.“ Í vatninu finnast margir ólíkir stofnar fiska en Matís mun helst aðstoða við veiðar og vinnslu á smáfiski, sem helst má líkja við loðnu. Verkefnið, sem Matís hreppti eftir útboð á Norðurlöndunum, er fjármagnað af Norræna þróunarsjóðnum (NDF), en verkefnið kostar um 40 milljónir íslenskra króna. Að sögn Odds hefur Matís,eins og fleiri íslenskar stofnanir, þurft að leita sér sértekna vegna niðurskurðar, ekki síst utan landsteinanna. Matís hefur samið við íslensku fyrirtækin Ráðgarð Skiparáðgjöf ehf. og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. um hluta verkefnisins. Ráðgarður mun hafa umsjón með smíði á sérhæfðu skipi sem nota á til rannsókna á Tanganyika. Þá hefur Matís gert samning við fyrirtæki í Tansaníu sem mun annast félags- og hagfræðilegan hluta verkefnisins og samskipti við heimamenn. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Starfsmenn Matís aðstoða íbúa við Tanganyika-vatn í Tansaníu við að nýta fiskmeti betur. Verkefnið er svar stofnunarinnar við niðurskurði í fjárveitingum. „Þetta verkefni er mikil áskorun fyrir okkur því þarna eru aðstæður allar mjög frumstæðar og ólíkar því sem við þekkjum. Við þurfum þannig að finna leiðir til að þróa fiskvinnslu út frá því sem er til staðar en getum ekki gengið að því vísu að hafa rafmagn, olíu eða aðra orkugjafa,“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís, um verkefni sem stofnunin annast við Tanganyika-vatn í Tansaníu, samkvæmt samningi við stjórnvöld þar í landi. Að sögn Odds fara starfsmenn Matís í næsta mánuði til Tansaníu. Þeir velja nokkur þorp við vatnið og leiðbeina þar íbúunum. „Mikill fjöldi fólks byggir lífsviðurværi sitt af veiði í vatninu, sem, eins og vinnslan, er með afar frumstæðum hætti. Mikið magn fiskmetis ónýtist ef það selst ekki ferskt sama dag og það er veitt. Verkefni Matís er ekki síst að þróa aðferðir til að koma upp aðstöðu til að reykja fiskinn, en það er líka reynt að þurrka fisk við mjög frumstæðar aðstæður,“ segir Oddur sem jafnframt er verkefnisstjóri Tansaníu verkefnisins. „Við munum því meðal annars aðstoða við að setja upp þurrkklefa og reykofna sem yrðu keyrðir með sólarorku.“ Í vatninu finnast margir ólíkir stofnar fiska en Matís mun helst aðstoða við veiðar og vinnslu á smáfiski, sem helst má líkja við loðnu. Verkefnið, sem Matís hreppti eftir útboð á Norðurlöndunum, er fjármagnað af Norræna þróunarsjóðnum (NDF), en verkefnið kostar um 40 milljónir íslenskra króna. Að sögn Odds hefur Matís,eins og fleiri íslenskar stofnanir, þurft að leita sér sértekna vegna niðurskurðar, ekki síst utan landsteinanna. Matís hefur samið við íslensku fyrirtækin Ráðgarð Skiparáðgjöf ehf. og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. um hluta verkefnisins. Ráðgarður mun hafa umsjón með smíði á sérhæfðu skipi sem nota á til rannsókna á Tanganyika. Þá hefur Matís gert samning við fyrirtæki í Tansaníu sem mun annast félags- og hagfræðilegan hluta verkefnisins og samskipti við heimamenn. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira