Innlent

Taldi sig eiga óuppgerð mál

Frá Þórshöfn Árásarmaðurinn réðist inn á heimili mannsins á Þórshöfn. Lögregla handtók hann þar, en sleppti svo lausum eftir að málsatvik urðu ljós.
Frá Þórshöfn Árásarmaðurinn réðist inn á heimili mannsins á Þórshöfn. Lögregla handtók hann þar, en sleppti svo lausum eftir að málsatvik urðu ljós.
Karlmaðurinn sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu á Þórshöfn aðfaranótt sunnudags er ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, var illa haldinn þegar hann kom á sjúkrahúsið. Hann var mikið skorinn og lemstraður eftir árásina, meðal annars með höfuðáverka.

Árásin átti sér stað rétt eftir miðnætti. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á þrítugsaldri, braust inn á heimili þolandans og réðist á hann meðal annars með hníf að vopni. Lögregla kom skömmu síðar á staðinn og var árásarmaðurinn þá enn á vettvangi og var handtekinn í framhaldinu.

Hann var drukkinn þegar árásin átti sér stað, en lögregla telur að árásarmaðurinn hafi talið sig eiga einhver óuppgerð mál við húsráðanda. Þar sem málið telst upplýst er ekki talin þörf á því að fara fram á gæsluvarðhald yfir árásarmanninum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×