Óttast að verðmætar minjar endi í bræðslu 11. febrúar 2012 08:30 Sumt skartið sem maðurinn hugðist flytja úr landi reyndist ekki hafa menningarsögulegt gildi og var honum leyft að flytja það hvert sem var. Fréttablaðið/gva Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. Safnaráð meinaði í gær enskum skartgripakaupmanni að fara úr landi með safn af skeiðum og búningaskart úr silfri. Ráðið tók gripina í sína vörslu og mun nú meta menningarsögulegt gildi þeirra. Maðurinn starfar fyrir breska fyrirtækið P&H Jewellers og hafði keypt gull og silfur hér á landi til bræðslu. „Þegar við rákum augun í auglýsingu frá honum þá óskuðum við eftir fundi með manninum til að fara yfir það hvaða gripi hann væri að fara með,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs. Athugunin hafi leitt í ljós að silfurskeiðasafn, fjögur armbönd, tvær nælur og eyrnalokkar kynnu að teljast slík menningarverðmæti að manninum væri óheimilt að fara utan með góssið, enda kveða lög á um að slíkt sé bannað. „Nú verður óskað eftir formlegum umsögnum frá sérfræðingum þar sem þeir greina gripina nánar og athuga frá hvaða tíma þeir eru og hversu verðmætir þeir eru fyrir menningarsöguna,“ segir Rakel. Í framhaldi muni safnaráð fjalla um umsagnirnar og ákveða hvort veita skuli leyfi til útflutnings. Rakel segir það ekki oft hafa komið fyrir að útflutningi sé hafnað. Það eru hins vegar ekki bara útlendingar sem kaupa hér gull og silfur til bræðslu. Rakel segir að fólk sé hrætt um að innlendir aðilar hafi þegar keypt merkar minjar og eyðilagt. „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því að eitthvað af okkar menningarauði hafi endað hér í bræðslu,“ segir hún. Það sé hins vegar ekki Safnaráðs að fylgjast með því heldur Þjóðminjasafnsins, segir Rakel. „Ég veit að Þjóðminjasafnið hefur verið í sambandi við gullsmiði og átt gott samstarf við þá. Ég veit að þau vilja treysta þessu fagfólki til að þekkja muninn á einhverju sem er mjög dýrmætt og öðru sem skiptir kannski ekki mjög miklu máli.“ Rakel segir að enn fremur sé Safnaráð í samstarfi við tollstjóraembætti á landinu öllu um eftirlit með skarti sem flutt er úr landi. Ekki hafi hins vegar komið til þess að tollurinn hafi stoppað neitt. „Maður gerir ráð fyrir að það sé alveg heilmikið sem hefur sloppið,“ segir hún.stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. Safnaráð meinaði í gær enskum skartgripakaupmanni að fara úr landi með safn af skeiðum og búningaskart úr silfri. Ráðið tók gripina í sína vörslu og mun nú meta menningarsögulegt gildi þeirra. Maðurinn starfar fyrir breska fyrirtækið P&H Jewellers og hafði keypt gull og silfur hér á landi til bræðslu. „Þegar við rákum augun í auglýsingu frá honum þá óskuðum við eftir fundi með manninum til að fara yfir það hvaða gripi hann væri að fara með,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs. Athugunin hafi leitt í ljós að silfurskeiðasafn, fjögur armbönd, tvær nælur og eyrnalokkar kynnu að teljast slík menningarverðmæti að manninum væri óheimilt að fara utan með góssið, enda kveða lög á um að slíkt sé bannað. „Nú verður óskað eftir formlegum umsögnum frá sérfræðingum þar sem þeir greina gripina nánar og athuga frá hvaða tíma þeir eru og hversu verðmætir þeir eru fyrir menningarsöguna,“ segir Rakel. Í framhaldi muni safnaráð fjalla um umsagnirnar og ákveða hvort veita skuli leyfi til útflutnings. Rakel segir það ekki oft hafa komið fyrir að útflutningi sé hafnað. Það eru hins vegar ekki bara útlendingar sem kaupa hér gull og silfur til bræðslu. Rakel segir að fólk sé hrætt um að innlendir aðilar hafi þegar keypt merkar minjar og eyðilagt. „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því að eitthvað af okkar menningarauði hafi endað hér í bræðslu,“ segir hún. Það sé hins vegar ekki Safnaráðs að fylgjast með því heldur Þjóðminjasafnsins, segir Rakel. „Ég veit að Þjóðminjasafnið hefur verið í sambandi við gullsmiði og átt gott samstarf við þá. Ég veit að þau vilja treysta þessu fagfólki til að þekkja muninn á einhverju sem er mjög dýrmætt og öðru sem skiptir kannski ekki mjög miklu máli.“ Rakel segir að enn fremur sé Safnaráð í samstarfi við tollstjóraembætti á landinu öllu um eftirlit með skarti sem flutt er úr landi. Ekki hafi hins vegar komið til þess að tollurinn hafi stoppað neitt. „Maður gerir ráð fyrir að það sé alveg heilmikið sem hefur sloppið,“ segir hún.stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira