Ofurtollar á tæki sem ætluð eru til hljóðritunar mismuna blindum sem hafa ekki efni á tækjum sem sérhönnuð eru til að spila ákveðna tegund hljóðbóka. Þetta segir Arnþór Helgason, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Í bréfi sem Arnþór hefur sent fjármálaráðherra og formanni efnahags- og viðskiptanefndar segir hann það klára mismunun að slík tæki beri 7,5 prósenta toll, 25 prósenta vörugjöld og 2,5 prósenta stefgjald, þegar myndavélar beri engin slík gjöld.
Arnþór skorar í bréfinu á fjármálaráðherra að leiðrétta þessa mismunun hið snarasta. - bj
Tæki til hljóðritunar of dýr
