Einsdæmi að dómur sé ómerktur tvisvar 31. janúar 2012 07:00 Haukur mætir ásamt verjanda sínum til aðalmeðferðar í héraði í annað sinn. Fréttablaðið/valli Einsdæmi er að dómsmáli sé vísað til meðferðar í héraði í þriðja sinn hér á landi, líkt og gerst hefur með mál Hauks Þórs Haraldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankanum. Haukur var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 120 milljónir af reikningi dótturfélags Landsbankans í miðju bankahruni. Sjálfur bar hann því við að hann hafi aðeins verið að forða fénu frá því að brenna upp í hruninu. Haukur var sýknaður í fyrstu atrennu í héraðsdómi, en Hæstiréttur taldi að sönnunarmati þess dóms hefði verið áfátt, ómerkti hann og vísaði aftur heim í hérað. Í seinna skiptið var Haukur dæmdur í tveggja ára fangelsi. Dómaranum láðist hins vegar að fjölskipa dóminn líkt og sakamálalög frá árinu 2008 kveða á um að skuli gera þegar Hæstiréttur ómerkir dóm vegna brogaðs sönnunarmats. Af þessum sökum var síðari héraðsdómnum einnig vísað heim í hérað fyrir helgi. „Mér finnst ekki eðlilegt að leggja það á nokkurn mann að sitja undir þessu í þriðja sinn, enda hefur það víst aldrei áður komið fyrir í Íslandssögunni,“ segir Haukur. Hann sé vissulega feginn því að fangelsisdómur hans standi ekki en hafi þó bundið vonir við að málinu yrði vísað frá. Það sé nú á forræði annarra. Fjórir saksóknarar hafa farið með málið frá því það var höfðað í nóvember 2009. Tuttugu vitni komu fyrir dóminn í fyrstu aðalmeðferðinni og sautján í þeirri síðari. Gestur Jónsson, verjandi Hauks, segir með þessu brotið á rétti Hauks til réttlátrar málsmeðferðar. „Þetta er með alvarlegri hlutum sem ég hef upplifað í þessum bransa,“ segir Gestur. Hann bendir á að hefði málinu lokið í apríl 2010, þegar fyrsti dómurinn féll, væri Haukur nú laus allra mála jafnvel þótt hann hefði verið sakfelldur. Gestur segist hafa bent dómaranum á að hann þyrfti að fjölskipa dóminn í seinna skiptið. Því hafi saksóknarinn mótmælt og dómarinn ekkert gert með ábendinguna. Í greinargerð Gests til Hæstaréttar er vísað til rits Eiríks Tómassonar, nú hæstaréttardómara, um sakamálalögin þar sem segir að dómur í sama máli verði varla ómerktur nema einu sinni. Hann muni því reyna að fá málinu vísað frá. „Ég mun reyna allt til að koma í veg fyrir að maðurinn þurfi að þola þriðju málsmeðferðina,“ segir Gestur. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Einsdæmi er að dómsmáli sé vísað til meðferðar í héraði í þriðja sinn hér á landi, líkt og gerst hefur með mál Hauks Þórs Haraldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankanum. Haukur var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 120 milljónir af reikningi dótturfélags Landsbankans í miðju bankahruni. Sjálfur bar hann því við að hann hafi aðeins verið að forða fénu frá því að brenna upp í hruninu. Haukur var sýknaður í fyrstu atrennu í héraðsdómi, en Hæstiréttur taldi að sönnunarmati þess dóms hefði verið áfátt, ómerkti hann og vísaði aftur heim í hérað. Í seinna skiptið var Haukur dæmdur í tveggja ára fangelsi. Dómaranum láðist hins vegar að fjölskipa dóminn líkt og sakamálalög frá árinu 2008 kveða á um að skuli gera þegar Hæstiréttur ómerkir dóm vegna brogaðs sönnunarmats. Af þessum sökum var síðari héraðsdómnum einnig vísað heim í hérað fyrir helgi. „Mér finnst ekki eðlilegt að leggja það á nokkurn mann að sitja undir þessu í þriðja sinn, enda hefur það víst aldrei áður komið fyrir í Íslandssögunni,“ segir Haukur. Hann sé vissulega feginn því að fangelsisdómur hans standi ekki en hafi þó bundið vonir við að málinu yrði vísað frá. Það sé nú á forræði annarra. Fjórir saksóknarar hafa farið með málið frá því það var höfðað í nóvember 2009. Tuttugu vitni komu fyrir dóminn í fyrstu aðalmeðferðinni og sautján í þeirri síðari. Gestur Jónsson, verjandi Hauks, segir með þessu brotið á rétti Hauks til réttlátrar málsmeðferðar. „Þetta er með alvarlegri hlutum sem ég hef upplifað í þessum bransa,“ segir Gestur. Hann bendir á að hefði málinu lokið í apríl 2010, þegar fyrsti dómurinn féll, væri Haukur nú laus allra mála jafnvel þótt hann hefði verið sakfelldur. Gestur segist hafa bent dómaranum á að hann þyrfti að fjölskipa dóminn í seinna skiptið. Því hafi saksóknarinn mótmælt og dómarinn ekkert gert með ábendinguna. Í greinargerð Gests til Hæstaréttar er vísað til rits Eiríks Tómassonar, nú hæstaréttardómara, um sakamálalögin þar sem segir að dómur í sama máli verði varla ómerktur nema einu sinni. Hann muni því reyna að fá málinu vísað frá. „Ég mun reyna allt til að koma í veg fyrir að maðurinn þurfi að þola þriðju málsmeðferðina,“ segir Gestur. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira