Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn 28. janúar 2012 08:00 Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira