Innlent

Undirbýr sig fyrir aðgerðina

Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var forvitnast um stöðu mála hjá honum en hann lauk fjáröflun sinni fyrir handaágræðslu fyrir nokkru.

„Ég er ekki enn kominn til Frakklands," segir Guðmundur en þar mun aðgerðin fara fram. Teymið sem mun sjá um aðgerðina er í sumarleyfi eins og er og er ekki væntanlegt fyrr en í september.

„Það er maður frá Ítalíu sem skráður á undan mér. Hann átti að fara á listann í janúar og ég síðan strax á eftir honum. En út af einhverjum stjórnunarlegum vandamálum dróst þetta fram í maí. Þessu var síðan aftur frestað fram í september."

Ítalski maðurinn og Guðmundur eru í sama blóðflokki og eru þeir að bíða eftir samskonar gjafa.

„Í september þarf ég síðan var tilbúin að fara með stuttum fyrirvara," segir Guðmundur.

Þessa daga eyðir hann tíma sínum í að gera líkama sinn tilbúin fyrir aðgerðina. Hann hleypur mikið og fer í fjallgöngur eins oft og hann getur. Líkamlegt ástand skiptir sköpum þegar gengist er undir svo stóra aðgerð.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×