Undirbúa stofnun íslensks sjóræningjaflokks 19. júlí 2012 04:00 Birgitta Jónsdóttir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, undirbýr nú stofnun nýs stjórnmálaflokks ásamt hópi fólks. Flokkurinn er kallaður Píratapartýið en hann sækir fyrirmyndir sínar til svokallaðra sjóræningjaflokka sem hafa boðið fram í fjölda landa. Stefnir hópurinn á framboð í næstu alþingiskosningum. „Grunnstef þessara flokka fellur mjög vel að þeim málefnum sem ég hef lagt mesta áherslu á svo sem hvað varðar beint lýðræði, tjáningarfrelsi, beint aðgengi almennings að upplýsingum og friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Þá finnst mér mikilvægt að búa til vettvang fyrir fólk sem hefur hingað til ekki haft neinn áhuga á stjórnmálum. Þá er ég helst að horfa til ungs fólks sem píratarnir víða um heim hafa helst verið að ná til.“ Birgitta segir að flokkurinn hafi enn ekki verið stofnaður formlega. Áhugi fjölmiðla á flokknum hafi því kannski komið of snemma þar sem flokkurinn sé enn á undirbúningsstigi. Greindi DV frá því í gær að verið væri að undirbúa stofnun flokksins og kom meðal annars fram í frétt blaðsins að Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði sýnt áhuga á þátttöku. Eins og áður sagði er Birgitta þingmaður Hreyfingarinnar og segist hún ætla að vera það áfram út kjörtímabilið. Hún hefur hins vegar hætt þátttöku í Dögun, nýjum stjórnmálasamtökum sem Hreyfingin rann nýverið inn í. Píratapartýið byggir á erlendri fyrirmynd en flokkar sem kenna sig við sjóræningja hafa sprottið upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa slíkir flokkar eignast kjörinn fulltrúa í alls sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi og í Svíþjóð. Hafa sjóræningjaflokkarnir í störfum sínum lagt áherslu á beint lýðræði, mannréttindi og upplýsingafrelsi en margir flokkanna hafa barist fyrir frjálsum skráarskiptum á netinu.- mþl
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira