Innlent

Utanbæjarmaður og strípalingur í fangaklefum í nótt

Ölvaður utanbæjarmaður, sem hafði hvergi húsaskjól í borginni í nótt, greip á það ráð að brjótast inn í bíl við Smiðjuveg í Kópavogi til að halla þar þreyttu höfði sínu.

Vitni létu lögreglu vita, sem handtók manninn og skaut yfir hann skjólshúsi í fangaklefa.

Í næsta klefa hefur væntanelga gist strípalingurinn sem lögregla handtók, eftir að hann var að bera sig á Klamgratúni seint í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×