Innlent

Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð

Þrjú þúsund og fimm hundruð tonna norskt flutningaskip tók niðri og strandaði í innsiglingunni til Vopnafjarðar á sjötta tímanum í morgun þegar skipið var á útleið. Skipið losnaði af strandstað um sjö leitið þegar tók að flæða að.

Áhöfnin var um borð í skipinu, sem heitir Silver Copenhagen, allan tímann enda veður gott á svæðinu og engin í hættu, að óbreyttum aðstæðum.

Björgunarskip Landsbjargar var til taks við skipið ef eitthvað færi úrskeiðis.

Ekki kom leki að skipinu, en kafari verður látinn kanna botninn nú þegar skipið er laust af strandstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×