Sigurður Árni í biskupsframboð 20. janúar 2012 15:45 Dr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskupsþjónustu. Í yfirlýsingu sem Sigurður sendi frá sér í dag segir að hann muni beita sér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Hann segist hafa víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og vera virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Þá hafi hann verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar hafa tveir aðrir lýst yfir framboði til biskupskjörs, þau Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti. Yfirlýsingu Sigurðar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Til framtíðar Ég býð mig fram til biskpsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Helstu stefnumál mín eru: Sóknarkirkja Þjóðkirkjan er á breytingaskeiði og hennar hlutverk er að vera kirkja fólksins. Kirkjan á að vera framsækin, frjálslynd, lífleg og öllum opin. Hún á að vera sóknarkirkja en ekki varnarkirkja. Kirkja trausts Traust til þjóðkirkjunnar hefur minnkað síðustu ár. Kirkjan á að heyra gagnrýni, gera upp og vera traustsins verð. Biskup þjóðkirkjunnar á að beita sér fyrir að kirkjan sé öruggt og gott samfélag. Prestur þjóðarinnar Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari. Til að sinna þessu hlutverki þarf að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar. Kirkja jafnréttis Þjóðkirkjan á að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni. Biskup Íslands á að beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Kirkja framtíðar Til að kirkjan eigi sér framtíð þarf æskulýðsstarf að vera forgangsstarf þjóðkirkjunnar. Öflugt barna- og unglingastarf, byggt á nærveru og boðskap Jesú Krists, byggir upp og styður ungt fólk, uppalendur og fjölskyldur. Auka þarf þátttöku fólks í kirkjustarfi og styrkja lýðræði. Þjóðkirkjan þjónar fólki óháð trúfélagsaðild. Biskupi ber að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni og til sátta en þó án þess að kirkjan tapi stefnu sinni. Þjóðkirkjan er á krossgötum. Til safnaða hennar, starfsfólks og stofnana er kallað hátt og snjallt af Guði og mönnum. Ég býð mig fram til þjónustu." Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Dr. Sigurður Árni Þórðarson, Neskirkjuprestur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskupsþjónustu. Í yfirlýsingu sem Sigurður sendi frá sér í dag segir að hann muni beita sér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Hann segist hafa víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og vera virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Þá hafi hann verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar hafa tveir aðrir lýst yfir framboði til biskupskjörs, þau Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholti. Yfirlýsingu Sigurðar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Til framtíðar Ég býð mig fram til biskpsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Helstu stefnumál mín eru: Sóknarkirkja Þjóðkirkjan er á breytingaskeiði og hennar hlutverk er að vera kirkja fólksins. Kirkjan á að vera framsækin, frjálslynd, lífleg og öllum opin. Hún á að vera sóknarkirkja en ekki varnarkirkja. Kirkja trausts Traust til þjóðkirkjunnar hefur minnkað síðustu ár. Kirkjan á að heyra gagnrýni, gera upp og vera traustsins verð. Biskup þjóðkirkjunnar á að beita sér fyrir að kirkjan sé öruggt og gott samfélag. Prestur þjóðarinnar Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari. Til að sinna þessu hlutverki þarf að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar. Kirkja jafnréttis Þjóðkirkjan á að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni. Biskup Íslands á að beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Kirkja framtíðar Til að kirkjan eigi sér framtíð þarf æskulýðsstarf að vera forgangsstarf þjóðkirkjunnar. Öflugt barna- og unglingastarf, byggt á nærveru og boðskap Jesú Krists, byggir upp og styður ungt fólk, uppalendur og fjölskyldur. Auka þarf þátttöku fólks í kirkjustarfi og styrkja lýðræði. Þjóðkirkjan þjónar fólki óháð trúfélagsaðild. Biskupi ber að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni og til sátta en þó án þess að kirkjan tapi stefnu sinni. Þjóðkirkjan er á krossgötum. Til safnaða hennar, starfsfólks og stofnana er kallað hátt og snjallt af Guði og mönnum. Ég býð mig fram til þjónustu."
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira