Innlent

Níu dæmdir á níu dögum

BBI skrifar
Á níu daga tímabili dæmdi Héraðsdómur Reykjaness níu erlenda einstaklinga í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa röngu eða fölsuðu vegabréfi í Leifsstöð. Dómarnir féllu frá 21.-29. ágúst en voru birtir í dag.

Einstaklingarnir voru annað hvort dæmdir fyrir misnotkun skjals eða skjalafals, eftir því hvort þeir höfðu átt við vegabréfin eða framvísuðu óbreyttu vegabréfi annars manns við komuna. Allir játuðu þeir brot sín og fengu 30 daga fangelsi samkvæmt dómvenju.

Viðkomandi einstaklingar voru ýmist á leið til Íslands eða Kanada. Sá yngsti var 19 ára en sá elsti 43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×