Innlent

Hitamyndavélar gætu komið auga á flugdólga

Möguleiki er á því að með nýrri tækni mætti koma auga á líklega flugdólga á flugvöllum með því að sjá alkóhólsmagn í líkama þeirra með sérstökum hitamyndavélum og meðfylgjandi hugbúnaði.

Tveir vísindamenn við Patras-háskólann á Grikklandi vinna nú að þróun á hugbúnaði sem mun geta greint hvort að viðkomandi manneskja hafi innbyrt það mikið áfengi að hætta stafi af út frá hitamynd af andliti á viðkomandi aðila.

Möguleiki er að öryggisgæsla á flugvöllum gæti nýtt sér tæknina með hitamyndavélunum sem draga fram litasvæði á andliti á farþegum og myndi búnaður með forriti gefa frá sér viðvörun ef einstaklingur greinist í myndavél með of mikið alkóhól í líkama sínum sem ekki alltaf hægt er að greina út frá líkamlegri hreyfingu og göngulagi.

Nánar má lesa um málið á vefsvæðinu Allt um flug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×