Grípandi þjóðlagapopp úr herbúðum Edward Sharpe 24. maí 2012 23:00 Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros gefur út plötuna Here í næstu viku. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Home sem hefur hljómað ótt og títt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Bandaríska þjóðlagapoppsveitin Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sendir frá sér sína aðra plötu, Here, eftir helgi. Þrjú ár eru liðin síðan sú fyrsta, Up From Below, kom út en hún hafði að geyma lagið Home. Það hefur hljómað ótt og títt bæði í útvarpi, sjónvarpsauglýsingum og sjónvarpsþáttum og vakið gríðarlega athygli á sveitinni. Þetta grípandi lag var sungið af forsprakkanum Alex Ebert og Jade Castrinos. Það hefur yfir sér bjartan og hippakenndan blæ þar sem þau Ebert og Castrinos ná sérlega vel saman. Sumir hér á landi hafa ruglað hljómsveitinni saman við Of Monsters and Men, sem er alls ekki undarlegt því íslenska bandið er greinilega undir nokkrum áhrifum frá Ebert og félögum. Báðar sveitirnar minna svo oft á tíðum á kanadísku popparana í Arcade Fire. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros var stofnuð af hinum fúlskeggjaða Ebert árið 2007. Ebert var áður í hljómsveitinni Ima Robot. Eftir að hann hætti með kærustunni sinni flutti hann í burtu og gekk í AA-samtökin. Í framhaldinu hóf hann að semja sögu um persónuna Edward Sharpe sem var send til jarðar til að bjarga mannkyninu. Ebert hitti Castrinos og þau fóru að semja lög saman og fljótlega fóru þau í tónleikaferð með hópi vina sinna. Allt gekk að óskum og stuttskífan Here Comes kom út í maí 2009, tveimur mánuðum áður en Up From Below leit dagsins ljós. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, Man on Fire. Það hefur fengið fínar viðtökur. Þjóðlagaáhrifin eru sem fyrr til staðar en lagið er lágstemmdara en Home. Edward Sharpe and the Magnetic Zeros er þessa dagana í tónleikaferð um Bandaríkin en í júlí tekur sveitin tónlistarhátíðarúnt um Evrópu þar sem nýju lögin verða flutt í bland við eldra efni. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira