Innlent

Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar

Jón Svanberg.
Jón Svanberg.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011.

Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Einnig hefur hann gegnt trúnaðastörfum fyrir samtök lögreglumanna.

Síðan 2009 hefur Jón Svanberg verið framkvæmdastjóri Iceland ProFishing ehf.

Sambýliskona Jóns Svanbergs er Pálfríður Ása Vilhjálmsdóttir, þjónustufulltrúi í Landsbankanum, og eiga þau tvö börn, Atla Þór, 8 ára og Brynju Sif, 3 ára. Jón á soninn Daníel Frey, 18 ára, úr fyrra sambandi.

Jón Svanberg tekur við stöðu framkvæmdastjóra SL 1. janúar 2013.

Hann tekur við starfinu eftir að Guðmundur Örn Jóhannsson var sakaður um óheiðarleg viðskipti í myndbandi sem birtist á Youtube. Það var DV sem greindi frá málinu en Guðmundur fór í leyfi í kjölfarið. Skömmu síðar sagði hann upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×