Morðæði í bíóhúsum um helgina 29. nóvember 2012 11:32 Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira