Berthelsen leikur Pabbann 10. mars 2012 14:30 Anders W. Berthelsen fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu af einleiknum. nordicphotos/getty „Það er ekkert langt síðan hann varð faðir sjálfur þannig að hann tengdi virkilega við þessa sögu," segir Bjarni Haukur Þórsson, höfundur Pabbans. Daninn Anders W. Berthelsen, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Krónikunni, fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu einleiksins sem verður frumsýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 29. september. Berthelsen er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Ítalska fyrir byrjendur og Superclasico. Spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að næla í kappann segir Bjarni Haukur að það hafi tekið dálítinn tíma en það hafðist á endanum. Pabbinn hefur verið sýndur víða um heim undanfarin ár. Í september bætast tvær nýjar borgir við, eða Madríd og Stokkhólmur, auk þess sem Ísrael og Ítalía eiga eftir að bætast í hópinn. Annar einleikur úr smiðju Bjarna Hauks, Afinn, verður sýndur úti á landi í vor. „Við sýndum hann á Akranesi fyrir tveimur vikum og það gekk svakalega vel, þannig að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Um aðra helgi verður hann sýndur á Húsavík og eftir það verður hann settur upp á Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Bolungarvík, Egilsstöðum og Ólafsvík. -fb Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er ekkert langt síðan hann varð faðir sjálfur þannig að hann tengdi virkilega við þessa sögu," segir Bjarni Haukur Þórsson, höfundur Pabbans. Daninn Anders W. Berthelsen, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Krónikunni, fer með hlutverk Pabbans í danskri uppfærslu einleiksins sem verður frumsýndur í Bellevue-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 29. september. Berthelsen er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Ítalska fyrir byrjendur og Superclasico. Spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að næla í kappann segir Bjarni Haukur að það hafi tekið dálítinn tíma en það hafðist á endanum. Pabbinn hefur verið sýndur víða um heim undanfarin ár. Í september bætast tvær nýjar borgir við, eða Madríd og Stokkhólmur, auk þess sem Ísrael og Ítalía eiga eftir að bætast í hópinn. Annar einleikur úr smiðju Bjarna Hauks, Afinn, verður sýndur úti á landi í vor. „Við sýndum hann á Akranesi fyrir tveimur vikum og það gekk svakalega vel, þannig að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Um aðra helgi verður hann sýndur á Húsavík og eftir það verður hann settur upp á Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Bolungarvík, Egilsstöðum og Ólafsvík. -fb
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira