Telur það engum tilgangi þjóna að halda embættistöku í þinghúsinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2012 12:21 Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. Nokkrir þingmenn létu ekki sjá sig við innsetningu forsetans í gær af ýmsum ástæðum. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, mætti ekki á það sem hann telur uppstrílaðan og fram úr hófi formlegan atburð en hann telur engum tilgangi þjóna að halda embættistökuna í húsakynnum Alþingis. Sitjandi forseti sem í gær var í fimmta sinn settur í embætti forseta þegar hann var lýstur réttkjörinn forseti við embættistöku í þinghúsinu í gær, hefur í þrígang virt vilja Alþingis að vettugi með því að synja lögum staðfestingar. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, lét ekki sjá sig við athöfnina. Björn Valur segir að ekki sé um þinglega athöfn að ræða og þingmönnum beri engin skylda til að vera viðstaddir.Hefur oft farið gegn þingræðinu „Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs. Í öðru lagi þá finnst mér þessi athöfn dálítill hégómi í raun og veru og þetta er að mínu mati eitthvað sem ekki á að fara fram í þinghúsinu. Þetta er ekki þingleg athöfn, að setja forseta í embætti. Það á að gera þetta með allt öðrum hætti og hleypa öðrum að en þingmönnum og fyrirmönnum. Svo skiptir það máli að þarna er verið að setja mann í embætti forseta sem oft hefur farið gegn þingræði í landinu og farið gegn vilja mikils meirihluta þingsins og hótar að gera það áfram. Þannig að þetta er ekki sérstakt gleðiefni og ég ætla ekki að taka þátt í húrrahrópum Ólafi Ragnari til heiðurs," segir Björn Valur í samtali við fréttastofu. Hann nefnir að eðlilegra væri að halda innsetninguna við aðrar aðstæður, til dæmis á Þingvöllum, þar sem almenningur gæti hyllt forsetann. Á meðal annarra þingmanna sem ekki létu sjá sig við innsetninguna voru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanenfdar, sem var fjarverandi í fríi og þá var Bjarni Benediktsson ekki mættur en hann er þessa dagana viðstaddur sérstaka Íslendingahátíð í slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Aðeins einn fyrrverandi forsætisráðherra var viðstaddur innsetninguna í gær, Þorsteinn Pálsson, en þrír aðrir létu ekki sjá sig, þeir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Nokkrir þingmenn létu ekki sjá sig við innsetningu forsetans í gær af ýmsum ástæðum. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, mætti ekki á það sem hann telur uppstrílaðan og fram úr hófi formlegan atburð en hann telur engum tilgangi þjóna að halda embættistökuna í húsakynnum Alþingis. Sitjandi forseti sem í gær var í fimmta sinn settur í embætti forseta þegar hann var lýstur réttkjörinn forseti við embættistöku í þinghúsinu í gær, hefur í þrígang virt vilja Alþingis að vettugi með því að synja lögum staðfestingar. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, lét ekki sjá sig við athöfnina. Björn Valur segir að ekki sé um þinglega athöfn að ræða og þingmönnum beri engin skylda til að vera viðstaddir.Hefur oft farið gegn þingræðinu „Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs. Í öðru lagi þá finnst mér þessi athöfn dálítill hégómi í raun og veru og þetta er að mínu mati eitthvað sem ekki á að fara fram í þinghúsinu. Þetta er ekki þingleg athöfn, að setja forseta í embætti. Það á að gera þetta með allt öðrum hætti og hleypa öðrum að en þingmönnum og fyrirmönnum. Svo skiptir það máli að þarna er verið að setja mann í embætti forseta sem oft hefur farið gegn þingræði í landinu og farið gegn vilja mikils meirihluta þingsins og hótar að gera það áfram. Þannig að þetta er ekki sérstakt gleðiefni og ég ætla ekki að taka þátt í húrrahrópum Ólafi Ragnari til heiðurs," segir Björn Valur í samtali við fréttastofu. Hann nefnir að eðlilegra væri að halda innsetninguna við aðrar aðstæður, til dæmis á Þingvöllum, þar sem almenningur gæti hyllt forsetann. Á meðal annarra þingmanna sem ekki létu sjá sig við innsetninguna voru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanenfdar, sem var fjarverandi í fríi og þá var Bjarni Benediktsson ekki mættur en hann er þessa dagana viðstaddur sérstaka Íslendingahátíð í slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Aðeins einn fyrrverandi forsætisráðherra var viðstaddur innsetninguna í gær, Þorsteinn Pálsson, en þrír aðrir létu ekki sjá sig, þeir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira