Vefsíur gagnslausar í baráttunni gegn barnaklámi 2. ágúst 2012 05:00 Félag um stafrænt frelsi á Íslandi varar við upptöku síu sem lokar á vefumferð. Þótt tilgangurinn sé að vinna gegn dreifingu á efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt sé veruleikinn sá að sían sé gagnslítil og takmarki lögleg samskipti. Nordicphotos/AFP Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn. Vefsíur sem hamla eiga umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni, þar á meðal efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt eða ofbeldi gegn börnum, eru gangslausar og gætu veitt falska öryggiskennd. Þetta segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku var sagt frá norsku síunni CSAADF, sem lögregla hefur hannað í samstarfi við netfyrirtæki, og áhuga lögreglu á að setja síuna upp hér á landi. FSFÍ segja síuna hins vegar einungis bjóða heim hættu á ritskoðun á netnotkun landsmanna. „Þetta er engin lausn,“ segir Þröstur. „Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum og þannig eru þær engin hindrun. Hins vegar fá aðrir falska öryggiskennd um að í þessu felist vernd. Þá er dregin upp sú mynd að búið sé að gera eitthvað í málinu og það vinnur gegn því að eitthvað sé gert í hlutunum fyrir alvöru.“ Þröstur segir að til séu úrræði til að berjast gegn efni sem sýni börn á kynferðislegan hátt og þeim einstaklingum sem framleiða slíkt. Það útheimti hins vegar tíma, sérfræðiþekkingu og fjármuni. „Það er mun gáfulegra að ráðast að rót vandans og þá sem eru að framleiða efnið og dreifa því. Til þess þarf að finna og greina efni sem sýnir brot á börnum og leita ofbeldisfólk uppi. Það er flókið og dýrt en skilar árangri eins og við höfum séð að minnsta kosti tvisvar síðasta ár þar sem tugir manna voru teknir í aðgerðum Interpol.“ Einn þátta í þessari baráttu segir Þröstur felast í aukinni fræðslu þar sem almenningi sé bent á leiðir til að gera vart við vafasamt efni sem það rekst á. Sem dæmi nefnir Þröstur tilkynningarhnapp á vef Barnaheilla þar sem hægt er að gera lögreglu viðvart um síðurnar. Þröstur segir annan flöt á þessu máli vera þann að ritskoðun á efni á Internetinu eigi ekki rétt á sér. „Svona síur hafa átt það til að vinda upp á sig og þróast út í að verða að ritskoðun sem skemmir möguleika á samskiptum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Þröstur segir norsku síuna vera gott dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að því sé haldið fram að ekki sé verið að safna upplýsingum um þá sem rekast á vefsíður úr gagnagrunni síunnar hafi lögregla á hraðbergi upplýsingar um hversu oft viðvörunarsíða birtist þeim sem lenda í síunni, sem bendi til hins gagnstæða. Þá hafi gagnagrunnurinn innihaldið vefsíður sem ekki innihéldu ofbeldisefni gegn börnum. „Þegar reynt er að ákveða hvað megi skoða og hvað ekki er verið að bjóða heim takmörkunum á frjálsum upplýsingum sem er brot á mannréttindum,“ segir Þröstur. „Þau lönd sem slíkt stunda eru ekki félagsskapur sem við Íslendingar viljum vera í.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn. Vefsíur sem hamla eiga umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni, þar á meðal efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt eða ofbeldi gegn börnum, eru gangslausar og gætu veitt falska öryggiskennd. Þetta segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku var sagt frá norsku síunni CSAADF, sem lögregla hefur hannað í samstarfi við netfyrirtæki, og áhuga lögreglu á að setja síuna upp hér á landi. FSFÍ segja síuna hins vegar einungis bjóða heim hættu á ritskoðun á netnotkun landsmanna. „Þetta er engin lausn,“ segir Þröstur. „Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum og þannig eru þær engin hindrun. Hins vegar fá aðrir falska öryggiskennd um að í þessu felist vernd. Þá er dregin upp sú mynd að búið sé að gera eitthvað í málinu og það vinnur gegn því að eitthvað sé gert í hlutunum fyrir alvöru.“ Þröstur segir að til séu úrræði til að berjast gegn efni sem sýni börn á kynferðislegan hátt og þeim einstaklingum sem framleiða slíkt. Það útheimti hins vegar tíma, sérfræðiþekkingu og fjármuni. „Það er mun gáfulegra að ráðast að rót vandans og þá sem eru að framleiða efnið og dreifa því. Til þess þarf að finna og greina efni sem sýnir brot á börnum og leita ofbeldisfólk uppi. Það er flókið og dýrt en skilar árangri eins og við höfum séð að minnsta kosti tvisvar síðasta ár þar sem tugir manna voru teknir í aðgerðum Interpol.“ Einn þátta í þessari baráttu segir Þröstur felast í aukinni fræðslu þar sem almenningi sé bent á leiðir til að gera vart við vafasamt efni sem það rekst á. Sem dæmi nefnir Þröstur tilkynningarhnapp á vef Barnaheilla þar sem hægt er að gera lögreglu viðvart um síðurnar. Þröstur segir annan flöt á þessu máli vera þann að ritskoðun á efni á Internetinu eigi ekki rétt á sér. „Svona síur hafa átt það til að vinda upp á sig og þróast út í að verða að ritskoðun sem skemmir möguleika á samskiptum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Þröstur segir norsku síuna vera gott dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að því sé haldið fram að ekki sé verið að safna upplýsingum um þá sem rekast á vefsíður úr gagnagrunni síunnar hafi lögregla á hraðbergi upplýsingar um hversu oft viðvörunarsíða birtist þeim sem lenda í síunni, sem bendi til hins gagnstæða. Þá hafi gagnagrunnurinn innihaldið vefsíður sem ekki innihéldu ofbeldisefni gegn börnum. „Þegar reynt er að ákveða hvað megi skoða og hvað ekki er verið að bjóða heim takmörkunum á frjálsum upplýsingum sem er brot á mannréttindum,“ segir Þröstur. „Þau lönd sem slíkt stunda eru ekki félagsskapur sem við Íslendingar viljum vera í.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira