Hjálmar: Þurfum að skoða hvernig vinnubrögðin eru hjá okkur Boði Logason skrifar 19. janúar 2012 13:43 Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, segir að fólk þurfi að bera meiri virðingu fyrir hvort öðru. mynd/EÓ.I "Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
"Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira