Hjálmar: Þurfum að skoða hvernig vinnubrögðin eru hjá okkur Boði Logason skrifar 19. janúar 2012 13:43 Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, segir að fólk þurfi að bera meiri virðingu fyrir hvort öðru. mynd/EÓ.I "Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
"Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira