Hjálmar: Þurfum að skoða hvernig vinnubrögðin eru hjá okkur Boði Logason skrifar 19. janúar 2012 13:43 Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi, segir að fólk þurfi að bera meiri virðingu fyrir hvort öðru. mynd/EÓ.I "Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
"Ég er bara opinn fyrir því að eiga gott samstarf," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar sleit meirihlutasamstarfinu á þriðjudaginn en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Hjálmar segir að bæjarstjórn hafi fundað í morgun og þar hafi verið tekin fyrir þau mál sem bæjarstjórn þarf að sinna. „Það gekk mjög vel og bæjarráð starfaði sem einn maður. Ég fór að velta því fyrir mér eftir fundinn í morgun afhverju við værum eiginlega með meirihluta og minnihluta? Þetta var svo gott samstarf hjá okkur," segir Hjálmar. Hann segist ekki hafa rætt við neina flokka um myndun meirihluta en nú séu menn að spjalla sín á milli en ekkert sem er formlegt. „Það eru bara samtöl á milli fólks, hvað segir þú? hvað vilt þú gera? setur þú einhver skilyrði? Það hefur enginn sest niður og rætt þetta formlega," segir Hjálmar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að rætt sé um að Framsóknarflokkurinn komi inn í meirihlutasamstarfið í stað Næst besta flokksins. Hjálmar segir að bæjarfulltrúar þurfi nú að setjast niður og fara ofan í saumana á stjórnsýslunni. „Ég held að við þurfum að skoða hvernig við stöndum að málum og hvernig vinnubrögðin hjá okkur eru. Menn geta alltaf sameinast um einhver málefni og svoleiðis, en þegar kemur að framkvæmdinni er það grundvallaratriði hvernig við gerum hlutina og hvernig við vinnum þá. Eins og kemur fram í meirihlutasamkomulagi okkar þá er talað um orð þar eins og til dæmis virðingu. Við verðum líka að virða þann hluta, þá er ég að tala um almenn samskipti á milli fólks og í bæjarstjórninni allri." Hann vill ekki tjá sig um hvað nákvæmlega það var sem hann var ósáttur með í uppsögn Guðrúnar. „Ég var að vona að það yrði gengið frá þessu máli í dag en það er búið að fresta starfslokunum. Þá get ég ekki tjáð mig um samtöl sem eiga sér stað inni á lokuðum fundum, það væri bara virðingaleysi gagnvart Guðrúnu sem manneskju," segir Hjálmar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira