Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2012 18:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira