Bjarni Ben: Fyrsta verkefni að stöðva aðildarviðræðurnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2012 18:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn muni hann draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðum áfram. Bjarni er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ef það yrðu kosningar á morgun og þú yrðir forsætisráðherra, ekki á morgun heldur hinn, hvað myndirðu gera varðandi Evrópumálin? „Ég myndi standa við það sem við samþykktum á síðasta landsfundi sem væri að stöðva viðræðurnar og meta þetta ferli frá grunni. Hvar stöndum við og hvað höfum við lært og á hvaða ferðalagi er Evrópa. Leggja það síðan í dóm kjósenda hvort það eigi að halda áfram. Alveg eins og við samþykktum á þessum fundi." Þannig að það væri þessi leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu? „Já og fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu myndi ég leggja til að slíta viðræðunum." Þetta gæti ekki verið skýrara. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur þeirra sem vilja ljúka aðildarviðræðunum og halda atkvæðagreiðslu um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir.Fór yfir málið með Štefan Füle Þá segir Bjarni að enginn vilji sé hjá Evrópusambandinu að ljúka viðræðum við ríki sem ekki standi sameinað að baki aðildarumsókn. „Það hefur komið mjög skýrt fram í samtölum mínum við Štefan Füle (stækkunarstjóra ESB, innsk.blm) að það er ekki í boði að ljúka aðildarviðræðum við ríki sem hefur ekki áhuga á að ganga inn. Það er ekki tekið í höndina á mönnum sem ætla ekki að styðja samninginn." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður flokksins var gestur okkar í Klinkinu um daginn og sagði: „Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða Teboðshreyfing Íslands." Þetta var gripið á lofti í nær öllum fjölmiðlum. Bjarni segir að sér hafi komið ummælin mjög á óvart. „Mér finnst að Þorgerður Katrín þurfi að skýra betur hvað hún átti við. Ég kannast ekki við að innan Sjálfstæðisflokksins sé neitt að gerast í samlíkingu við það sem er að gerast hjá Teboðshreyfingunni í Bandaríkjunum." Sem eru öfgamenn? „Já, þeir eru mjög miklir harðlínumenn. Allir sem hafa kynnt sér starf Sjálfstæðisflokksins vita að það er himinn og haf á milli þess sem er að gerast hjá flokksfélögunum hjá okkur og því sem er að gerast þar." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira