"Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands" Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2012 18:45 Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. Þorgerður Katrín er gestur Magnúsar Halldórssonar í nýjasta þætti Klinksins, spjallþáttar um viðskipti- og efnahagsmál á viðskiptavef Vísis. Þorgerður segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að móta sér trúverðuga efnahagsstefnu fyrir kosningar, þar sem peningastefnan, og gjaldmiðlamálin þar með, séu undir. Þá segir hún að flokkurinn geti ekki markað sér stöðu yst úti á hægri vængnum, þar sem meginþorri flokksmanna og raunar landsmanna allra, sé staðsettur á miðjunni á hinu pólitíska litrófi. „Síðan má það ekki gerast að einhverjir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins telji það vera sitt helsta verkefni, ásamt einhverjum framsóknarmönnum, að skapa hér einhverja teboðshreyfingu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands. Hans mesti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið þessi víða skírskotun til landsmanna," segir Þorgerður. Þorgerður segist vera bjartsýn á að Sjálfstæðisflokkurinn nái að stilla saman strengi fyrir kosningar næsta vor og verði í næstu ríkisstjórn. Mikilvægt sé að konur verði í framvarðasveit flokksins, ekki síst í ljósi þess hversu margar frambærilegar konur séu innan raða Sjálfstæðisflokksins. Hún segist ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður á dögunum, en tekur fram að það sé alls ekki vegna óánægju með Illuga Gunnarsson, sem tók við af henni. „Ragnheiður Elín hefur staðið sig með eindæmum vel sem þingflokksformaður og hún leiðir eitt öflugasta kjördæmi okkar sjálfstæðismanna þar sem fylgið hefur vaxið eiginlega allt kjörtímabilið," segir Þorgerður. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. Þorgerður Katrín er gestur Magnúsar Halldórssonar í nýjasta þætti Klinksins, spjallþáttar um viðskipti- og efnahagsmál á viðskiptavef Vísis. Þorgerður segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að móta sér trúverðuga efnahagsstefnu fyrir kosningar, þar sem peningastefnan, og gjaldmiðlamálin þar með, séu undir. Þá segir hún að flokkurinn geti ekki markað sér stöðu yst úti á hægri vængnum, þar sem meginþorri flokksmanna og raunar landsmanna allra, sé staðsettur á miðjunni á hinu pólitíska litrófi. „Síðan má það ekki gerast að einhverjir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins telji það vera sitt helsta verkefni, ásamt einhverjum framsóknarmönnum, að skapa hér einhverja teboðshreyfingu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands. Hans mesti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið þessi víða skírskotun til landsmanna," segir Þorgerður. Þorgerður segist vera bjartsýn á að Sjálfstæðisflokkurinn nái að stilla saman strengi fyrir kosningar næsta vor og verði í næstu ríkisstjórn. Mikilvægt sé að konur verði í framvarðasveit flokksins, ekki síst í ljósi þess hversu margar frambærilegar konur séu innan raða Sjálfstæðisflokksins. Hún segist ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður á dögunum, en tekur fram að það sé alls ekki vegna óánægju með Illuga Gunnarsson, sem tók við af henni. „Ragnheiður Elín hefur staðið sig með eindæmum vel sem þingflokksformaður og hún leiðir eitt öflugasta kjördæmi okkar sjálfstæðismanna þar sem fylgið hefur vaxið eiginlega allt kjörtímabilið," segir Þorgerður. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira