Enski boltinn

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez og Evra í leiknum í gær.
Suarez og Evra í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Eins og frægt er þá strunsaði Suarez fram hjá Evra. Suarez hefur beðist afsökunar á þessu og harmar Ayre atvikið.

„Það eru okkur gríðarleg vonbrigði að Luis Suarez hafi ekki tekið í hönd Patrice Evra," sagði í yfirlýsingu frá Ayre. „Leikmaðurinn sagði okkur fyrir leikinn að hann ætlaði sér að gera það en ákvað svo að gera það ekki."

„Það var rangt af honum að blekkja okkur og hefur hann brugðist félagi sínu, sem og Kenny Dalglish knattspyrnustjóra og liðsfélögunum. Hegðun hans er ekki ásættanleg."

„Luis Suarez hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu sem er það rétta í stöðunni."


Tengdar fréttir

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×