Viðurkenna að engin sé ríkisábyrgðin en gera samt óbeint kröfu um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2012 12:00 Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Lögmaður í málflutningsteymi Íslands í Icesave-málinu segir að ESB viðurkenni í raun að engin ríkisábyrgð sé á tilskipun um innistæðutryggingar, en samt virðist sambandið gera þá kröfu að ríkið hafi átt að styðja við íslenska tryggingarsjóðinn. Það standist ekki. Málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum verður hinn 18. september næstkomandi. Skriflegum hluta málflutningsins verður þá lokið, en þriðja og síðasta umferð hans fer nú fram með innleggi þriðju aðila, eins og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú skilað greinargerð en sambandið tekur í grófum dráttum undir málflutning Eftirlitsstofnunar EFTA. Framkvæmdastjórnin, sem stefndi sér til meðalgöngu inn í málið, heldur því meðal annars fram í greinargerð að alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innistæðutryggingar. Orðalag tilskipunar 94/19 sé skýrt og það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn svokallaðri árangursskyldu (e. obligation of result) með því að innistæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingarsjóði. Ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er í málflutningsteymi Íslands. Er ekki lykilatriði hér hvort það hafi verið ríkisábyrgð á þessari tilskipun, en hún er ekki til staðar? „Framkvæmdastjórn ESB tekur undir að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð á innistæðutryggingum. Það er alveg orðið skýrt í málinu að ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni. Þau mega gera það ef þau vilja, en þeim er það ekki skylt. En þeir taka undir með ESA í því að ríkjunum beri skylda til að setja upp innistæðutryggingarkerfi og það sé ekki nóg bara að setja það upp heldur þurfi, með einhverjum ráðum, að tryggja að það virki og brot Íslands felist í því að það hafi ekki virkað á Íslandi. Deilan í sjálfu sér snýst um það hver sé árangursskyldan hjá ríkinu. Það deilir enginn um það lengur að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð og ekki skylda á ríkjunum að leggja (sjóðunum) til peninga. Heldur er spurningin, hvað gerist ef kerfin virka ekki. Hver beri ábyrgð á því," segir Jóhannes Karl Sveinsson. En hvað er þá verið að leggja til? Og innleiddi ríkið ekki tilskipunina réttilega? Það var niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að svo hafi verið. „Í samræmi við framangreint er það mat rannsóknarnefndarinnar að ekki verði staðhæft að íslensk stjórnvöld eða Alþingi hafi sýnt af sér vanrækslu eða mistök við innleiðingu á tilskipun 94/19/EB sem slíkri," segir í skýrslu RNA. Draga má þá ályktun að framkvæmdastjórn ESB sé í reynd að leggja til að ríkið hafi þurft að hlaupa undir bagga, þótt engin sé ríkisábyrgðin.EFTA-þjóðirnar samstíga „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að það myndi gerast í öllum ríkjum, sem lentu í einhverju hruni í líkingu við það sem varð á Íslandi, þá yrði engum innistæðutryggingarsjóði viðbjargandi nema með ríkisframlagi. Það er tómt mál að tala um að það sé, eins og þú segir, ekki verið að tala um ríkisábyrgð því fjárhæðirnar eru slíkar. Þegar 50 prósent í bankakerfi fer á hliðina þá bjargar sér enginn tryggingarsjóður á eigin spýtur. Bankakerfið ræður ekkert við slíkt aðhald og þá er ekki nema einn eftir og það er ríkið. Við erum að segja að slík skylda verður ekki lesin úr tilskipuninni, það stendur ekkert um svo víðtæka skyldu. Undir það hafa frændur okkar Norðmenn og hertogadæmið Liechtenstein tekið. Það standi ekki í tilskipuninni. EFTA-þjóðirnar eru þá einhuga um þetta," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Framkvæmdastjórnin svarar einnig röksemdum Íslands um óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Majeure) meðal annars með tilvitnunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í þeim kafla segir að í umfjöllun um meinta vanrækslu stjórnvalda í aðdraganda hrunsins í skýrslunni komi fram að stjórnvöld hefðu getað hamlað útrás bankanna löngu áður en alþjóðleg kreppa felldi þá. Þarna er verið að gefa í skyn að Ísland geti alls ekki borið fyrir sig að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir hrun bankanna eða sporna við því. Ísland hafi ekki sýnt þá varkárni sem gera mátti kröfu um. Jóhannes Karl segir að þessar vangaveltur framkvæmdastjórnarinnar hafi enga þýðingu í málinu. „Málið snýst ekkert um bankaeftirlit eða hvernig menn fylgdust með bönkunum hérna á árunum fyrir hrun. Það snýst um allt aðra þætti. Það má segja að það komi á óvart að það sé verið að blanda saman ályktunum í rannsóknarskýrslunni um skort á eftirliti inn í þetta mál, því samningsbrotamálið snýst ekkert um þau atriði. Þess vegna myndi maður telja að sú umfjöllun ætti alls ekkert heima inni í málinu," segir Jóhannes Karl.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Lögmaður í málflutningsteymi Íslands í Icesave-málinu segir að ESB viðurkenni í raun að engin ríkisábyrgð sé á tilskipun um innistæðutryggingar, en samt virðist sambandið gera þá kröfu að ríkið hafi átt að styðja við íslenska tryggingarsjóðinn. Það standist ekki. Málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum verður hinn 18. september næstkomandi. Skriflegum hluta málflutningsins verður þá lokið, en þriðja og síðasta umferð hans fer nú fram með innleggi þriðju aðila, eins og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú skilað greinargerð en sambandið tekur í grófum dráttum undir málflutning Eftirlitsstofnunar EFTA. Framkvæmdastjórnin, sem stefndi sér til meðalgöngu inn í málið, heldur því meðal annars fram í greinargerð að alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innistæðutryggingar. Orðalag tilskipunar 94/19 sé skýrt og það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn svokallaðri árangursskyldu (e. obligation of result) með því að innistæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingarsjóði. Ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er í málflutningsteymi Íslands. Er ekki lykilatriði hér hvort það hafi verið ríkisábyrgð á þessari tilskipun, en hún er ekki til staðar? „Framkvæmdastjórn ESB tekur undir að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð á innistæðutryggingum. Það er alveg orðið skýrt í málinu að ríkin hafa engar skyldur til að leggja kerfunum til fjármuni. Þau mega gera það ef þau vilja, en þeim er það ekki skylt. En þeir taka undir með ESA í því að ríkjunum beri skylda til að setja upp innistæðutryggingarkerfi og það sé ekki nóg bara að setja það upp heldur þurfi, með einhverjum ráðum, að tryggja að það virki og brot Íslands felist í því að það hafi ekki virkað á Íslandi. Deilan í sjálfu sér snýst um það hver sé árangursskyldan hjá ríkinu. Það deilir enginn um það lengur að það sé ekki nein bein ríkisábyrgð og ekki skylda á ríkjunum að leggja (sjóðunum) til peninga. Heldur er spurningin, hvað gerist ef kerfin virka ekki. Hver beri ábyrgð á því," segir Jóhannes Karl Sveinsson. En hvað er þá verið að leggja til? Og innleiddi ríkið ekki tilskipunina réttilega? Það var niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að svo hafi verið. „Í samræmi við framangreint er það mat rannsóknarnefndarinnar að ekki verði staðhæft að íslensk stjórnvöld eða Alþingi hafi sýnt af sér vanrækslu eða mistök við innleiðingu á tilskipun 94/19/EB sem slíkri," segir í skýrslu RNA. Draga má þá ályktun að framkvæmdastjórn ESB sé í reynd að leggja til að ríkið hafi þurft að hlaupa undir bagga, þótt engin sé ríkisábyrgðin.EFTA-þjóðirnar samstíga „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að það myndi gerast í öllum ríkjum, sem lentu í einhverju hruni í líkingu við það sem varð á Íslandi, þá yrði engum innistæðutryggingarsjóði viðbjargandi nema með ríkisframlagi. Það er tómt mál að tala um að það sé, eins og þú segir, ekki verið að tala um ríkisábyrgð því fjárhæðirnar eru slíkar. Þegar 50 prósent í bankakerfi fer á hliðina þá bjargar sér enginn tryggingarsjóður á eigin spýtur. Bankakerfið ræður ekkert við slíkt aðhald og þá er ekki nema einn eftir og það er ríkið. Við erum að segja að slík skylda verður ekki lesin úr tilskipuninni, það stendur ekkert um svo víðtæka skyldu. Undir það hafa frændur okkar Norðmenn og hertogadæmið Liechtenstein tekið. Það standi ekki í tilskipuninni. EFTA-þjóðirnar eru þá einhuga um þetta," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Framkvæmdastjórnin svarar einnig röksemdum Íslands um óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Majeure) meðal annars með tilvitnunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í þeim kafla segir að í umfjöllun um meinta vanrækslu stjórnvalda í aðdraganda hrunsins í skýrslunni komi fram að stjórnvöld hefðu getað hamlað útrás bankanna löngu áður en alþjóðleg kreppa felldi þá. Þarna er verið að gefa í skyn að Ísland geti alls ekki borið fyrir sig að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir hrun bankanna eða sporna við því. Ísland hafi ekki sýnt þá varkárni sem gera mátti kröfu um. Jóhannes Karl segir að þessar vangaveltur framkvæmdastjórnarinnar hafi enga þýðingu í málinu. „Málið snýst ekkert um bankaeftirlit eða hvernig menn fylgdust með bönkunum hérna á árunum fyrir hrun. Það snýst um allt aðra þætti. Það má segja að það komi á óvart að það sé verið að blanda saman ályktunum í rannsóknarskýrslunni um skort á eftirliti inn í þetta mál, því samningsbrotamálið snýst ekkert um þau atriði. Þess vegna myndi maður telja að sú umfjöllun ætti alls ekkert heima inni í málinu," segir Jóhannes Karl.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira