Innlent

Reiðubúin að opna Skálafell

Skíðadeild KR vill annast opnun skíðasvæðisins fram á vor.
Skíðadeild KR vill annast opnun skíðasvæðisins fram á vor.
Borgarráð hefur samþykkt að verja 2,5 milljónum króna til að unnt sé að opna skíðasvæðið í Skálafelli út veturinn. Tilskilið er þó að hin sveitarfélögin, sem hlut eiga að máli, setji einnig fé í verkefnið.

Miðað við afstöðu fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er óljóst hvort samstaða náist meðal sveitarfélaganna. „Vinnubrögð sem byggja á skyndiaðgerðum og fela í sér ófyrirséð fjárútlát fyrir sveitarfélögin eru í takt við þau vinnubrögð sem ollu hruninu á Íslandi 2008 og ég get ekki tekið þátt í slíku,“ bókaði Kristín Sævarsdóttir úr Kópavogi. Skíðadeild KR hyggst opna í Skálafelli 25. febrúar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×