Innlent

Íslensk mynd af brjóstagjöf hermanna veldur fjaðrafoki

BBI skrifar
Mynd Brynju hefur farið víða og vakið athygli hundruða þúsunda manna.
Mynd Brynju hefur farið víða og vakið athygli hundruða þúsunda manna. Mynd/Fox
Brynja Sigurðardóttir, íslenskur ljósmyndari, hefur sett allt á hvolf í Bandaríkjunum með því að taka mynd af tveimur konum í herbúningi gefa barni brjóst. Margir telja brjóstagjöfina vanvirðingu við herbúninginn.

Myndin vakti reiði fjölda fólks og hrifningu annarra og kom af stað athugasemdaflóði á internetinu. Í fjaðrafokinu og æsingnum hrundi vefsíða Brynju. Á facebook-síðu sinni kom hún aftur á móti þeim skilaboðum á framfæri að hún hafi hvorki ætlað að valda uppþoti né vekja athygli með myndinni.

Skoðanir á myndinni eru mjög skiptar. Einhverjir telja brjóstagjöf í herklæðum fullkomlega eðlilega. „Þetta er bara mannleg náttúra. Þetta er það sem við vorum sköpuð til að gera."

Aðrir telja myndina algera vanvirðingu. Herinn í Washington (The Washington National Guard) hefur fordæmt myndina og sagt rangt af konunum að láta mynda sig. Sömuleiðis hefur flugherinn í Washington (Fairchild Air Force Base) lýst vanþóknun sinni á myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×